Tíðindi: note12g7:8sv5ap5m
Ég byrjaði nýja árið á að takast að setja upp síðustu OpenBSD skyndimyndina á Raspberry Pi 5 nú þegar ég er kominn með Rpi kembikanna. OpenBSD 7.8 uppsetningarforritið náði ekki að ræsa sig, sem virðist vera vegna þess að mín Pi er módel B og þessvegna notaði ég skyndimynd. Það er flott að þetta hófst loksins og að vera vitni af framförum í stýrikerfinu sjálfu. Ræsingarforrit OpenBSD, U-Boot, styður ekki við ræsingu með USB á Rpi5, þannig að ég ræsti það með miniroot uppsetningarforritinu á SD-korti og notaði það til að setja upp OpenBSD á þessu sama korti, en mér finnst nokkuð töff að hægt er að gera slíkt. Miniroot er tekur nógu lítið pláss til að passa í minnstu vinnsluminni og getur þessvegna yfirskrifað SD-kortið sem það kemur frá upprunalega. Skráarsöfnin voru tekin af USB lykli sem inniheldur fullbúið uppsetningarforrit. Þannig núna keyrir stýrikerfið en nær ekki að tengjast þráðlaust við internetið. Það hefur eitthvað með dhcpleased að gera en það er ekki að virka rétt. Ég mun fylgjast með frekari skyndimyndum til að sjá hvort það lagist.
Ég hef verið að kafa dýpra í tæknilegu hlið Bitcoin fyrst að mér finnst það vera fíllinn í herberginu þegar kemur að veldiseflandi tækni. Þannig þegar ég sá Bitcoin Open Source Software áskorunina ákvað ég að taka tækifærið og taka þátt. Þetta er að byrja í dag: https://bosschallenge.xyz/
Komment
Farðu á kommentasvæði færslunnar á Nostr með appi eða vefappi.
